Leitarvélabestun og finnanleiki á mannamáli

Jan 20, 2026

Þórdís Jóna Ingigerðardóttir

Þegar fyrirtæki leita til okkar varðandi vefsíðugerð er algengast að byrjað sé á útlitslegum pælingum. En við hjá Flóru viljum staldra við og spyrja: Hver er tilgangurinn með vefnum? Árangursríkur vefur snýst ekki um að velja á milli fallegs útlits eða tæknilegrar getu. Hann snýst um samspil notendaupplifunar, hönnunar, gagna, leitarvélabestunar og vel uppsetts tæknigrunns. Þegar þessir þættir vinna saman, þá nærðu markmiðum þínum.

Við höfum öll heyrt þetta orð, leitarvélabestun, en hvað þýðir þetta? Og af hverju er þetta svona ótrúlega flókið orð? Á mannamáli þýðir þetta að viðskiptavinur þinn geti fundið síðuna þína á Google og núna í Gemini, ChatGPT eða hvaða gervigreindartól sem þau nota, það er það sem leitarvélarbestun snýst um.

2 sekúndur eða minna

Eins og við vitum öll lifum við á tímum þar sem enginn nennir að bíða. Rannsóknir í dag sýna að þolinmæði fólks hefur minnkað verulega. Ef vefur tekur meira en 2 sekúndur að hlaðast, eru yfirgnæfandi líkur að notandi gefist upp á að bíða og hætti við að skoða síðuna.

Hraði er nauðsyn.

Hjá Flóru notum við vefumsjónarkerfið Framer. Það sem gerir Framer frábrugðið mörgum eldri kerfum, eins og WordPress, er hvernig kóðinn er skrifaður. Framer notar SSR, Server Side Rendering, á mannamáli þýðir það að vefurinn er „for-unninn“ á þjóninum áður en hann kemur í vafrann þinn. Þú þarft ekki að bíða eftir að vafrinn setji síðuna saman, hún kemur tilbúin. Þetta skilar sér í leifturhröðum vefjum sem birtast nánast samstundis.

Frá SEO yfir í AEO

Við þekkjum flest hugtakið SEO (Search Engine Optimization), eða leitarvélabestun. En hvað með AEO?

AEO stendur fyrir Answer Engine Optimization. Í dag eru notendur farnir að leita öðruvísi. Við notum ChatGTP, Perplexity eða Gemini til að spyrja spurninga. Í staðinn fyrir að slá inn leitarorð, spyrjum við: „Hver er besti staðurinn til að láta gera vefsíðu á Íslandi?“

Til þess að gervigreindin (og Google) geti svarað þessu, þarf hún að skilja vefinn þinn. Hún þarf að vita nákvæmlega hvað er þjónusta, hvað er vöruverð og hvað er staðsetning.

Þó að Framer sé „No-Code“ tól, sem þýðir að sá sem notar Framer skrifar ekki kóðann, þá höfum við fulla stjórn á tæknilega uppsetningunni. Við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja að tæknin vinni með okkur:

  • Schema Markup: Við merkjum efnið þannig að vélar skilji samhengið.

  • Sitemap.xml: Við útbúum kort af vefnum fyrir leitarvélar.

  • Robots.txt: Við stýrum því hvað leitarvélar mega lesa.

Við vinnum svo náið með okkar góðu vinum hjá Digido, sem eru sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu, til að fínstilla innihaldið og leitarorðin. Okkar hlutverk hjá Flóru er að tryggja að tæknilega hraðbrautin sé tilbúin fyrir umferðina.

Við stefnum á 100/100

Í vefþróun er til tól frá Google sem heitir Lighthouse. Það skannar vefsíður og gefur þeim einkunn frá 0 upp í 100 í fjórum flokkum:

  1. Afköst

  2. Aðgengi

  3. Bestu tæknilegi venjur

  4. Leitarvélabestun

Það er ekki sjálfgefið að ná 100 stigum. Flestar vefsíður skora mun lægra vegna þess að þær fylgja ekki reglum Google.

Við hjá Flóru erum mjög nákvæm þegar kemur að þessum hlutum, þetta er grunnur sem má ekki klikka. Ef notendur geta ekki fundið vefsíðuna þína þá vita þau ekki að þú er til, þá skiptir engu hversu flott hönnunin er eða hversu vel hún er skrifuð. Við viljum að hringirnir séu grænir. Með því að nota Framer og vanda vinnubrögðin, er raunhæft markmið að ná 100/100. Það tryggir að vefurinn þinn fær bestu mögulegu meðferð hjá Google.

Tæknin er ekki sama og tækni

Afköst, SSR, AEO og schemas eru flókin orð, en útkoman er einföld: Viðskiptavinurinn finnur þig, vefurinn hleðst strax, og upplifunin er hnökralaus.

Ef þú vilt vef sem er byggður á traustum tæknilegum grunni, þá erum við til í spjall, hallo@florastudio.is eða 547-8001.