Það þarf ekki að kosta margar milljónir að gefa út notendavænan vef sem þjónar þínum markmiðum
Jan 25, 2026
Birgir Hrafn Birgisson
Revera kynnir Flóru: Sérhæfða vefstofu fyrir nýja tíma.
Við hjá Revera höfum alltaf lagt áherslu á vönduð vinnubrögð, öflugar tæknilausnir og að vefurinn þjóni tilgangi. Á meðan við höfum verið að sinna flóknum þörfum stærri fyrirtækja hjá Revera höfum við ekki getað hunsað þörfina fyrir einfaldari fyrirtækjavefi. Þess vegna ákváðum við að stofna Flóru. Flóra er sérhæfð vefstofa innan Revera sem einblínir á að smíða vefi í Framer fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þrátt fyrir að Flóra sé nýtt vörumerki, þá samanstendur teymið af reynslumesta Framer fólki landsins og við höfum notað kerfið frá því það kom fyrst á markað.
Þinn fyrirtækjavefur þarf að vera aðgengilegur og notendavænn, en fyrst og fremst þarf hann að gera eitthvað, ef ekki allt, af eftirtöldu: styðja við viðskiptamarkmið, auka tekjur, miðla upplýsingum og einfalda þér lífið. Það er markmiðið okkar með öll verkefni sem við gerum hjá Flóru.
Við höfum unnið með mörg vefumsjónarkerfi en svo þegar Framer kom breyttist leikurinn. Ári eftir að við stofnuðum Revera sáum við að það var mikil þörf á markaði fyrir upplýsingar- og markaðssíður sem er fullkomið að setja upp í Framer og það er einmitt kjarni Flóru.
Okkar teymi er með mestu reynslu af Framer á Íslandi
Járnþríhyrningurinn
Í hugbúnaðargerð hefur í áratugi ríkt óskráð hugtak sem kallað er „Járnþríhyrningurinn“. Hugtakið segir að þú þurfir að velja tvennt af eftirfarandi: hraði, gæði eða verð. Ef þú vildir ódýran vef hratt, fórnaðir þú gæðum. Ef þú vildir gæði og hraða, kostaði það handlegg. Við vildum finna leið til að jafna þetta út.
Flóra beygir reglurnar með Framer
Með tilkomu vefumsjónarkerfisins Framer, sáum við tækifæri. Framer er öflugt kerfi sem vinnur vel með hönnunartólinu Figma og einfaldar ferlið frá hönnun í tilbúinn vef. Við getum tekið hönnunina og fært hana yfir í Framer á mun skilvirkari hátt en áður. Þetta þýðir að við getum boðið upp á: Hraða, gæði og gott verð.
Revera og Flóra: Sterk heild
Revera heldur áfram að vera móðurskipið sem sér um flóknu sérkerfin. Flóra er hins vegar okkar svar við þörfinni fyrir fallega og öfluga markaðs- og upplýsingavefi. Við leggjum áherslu á að skilja viðskiptamarkmiðin þín og rekstur. Falleg hönnun er nauðsynleg, en hún verður að virka.
Við hjá Flóru lítum á vefinn þinn sem lifandi verkefni. Eins og nafnið gefur til kynna á Flóra að vaxa og dafna. Við smíðum ekki bara vef og kveðjum; við búum til stafrænan jarðveg þar sem vörumerkið þitt getur blómstrað.
Ertu tilbúin í nýja tíma?
Ef þú ert að leita að vefstofu sem skilur tæknina, hönnunina og reksturinn, þá er Flóra rétti staðurinn. Við erum hér til að sýna að þú þarft ekki lengur að velja á milli kostnaðar, gæða og hraða. Ef þú vilt koma í kaffispjall ekki hika við að hafa samband í tölvupósti hallo@florastudio.is eða hringdu í okkur 547-8001 og ef þú vilt fá hugmynd um verð geturu séð verðskrána hér.
Vertu velkomin til Flóru.


