Stór áfangi: Flóra er orðin opinber Framer Partner

Feb 1, 2026

Birgir Hrafn Birgisson

Þegar fyrirtæki leita til okkar varðandi vefsíðugerð er algengast að byrjað sé á útlitslegum pælingum. En við hjá Flóru viljum staldra við og spyrja: Hver er tilgangurinn með vefnum? Árangursríkur vefur snýst ekki um að velja á milli fallegs útlits eða tæknilegrar getu. Hann snýst um samspil notendaupplifunar, hönnunar, gagna, leitarvélabestunar og vel uppsetts tæknigrunns. Þegar þessir þættir vinna saman, þá nærðu markmiðum þínum.

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Flóra hefur hlotið formlega viðurkenningu sem Framer Partner.

Þegar við ákváðum að stofna sérhæfða Framer vefstofu, gerðum við það vegna þess að við trúum því að Framer sé framtíðin í vefsíðugerð. Að fá þessa staðfestingu frá Framer teyminu sjálfu er mikill heiður og staðfesting á því að við séum á réttri leið.

Hvað er Framer?

Framer er sjónrænt vefumsjónarkerfi sem gerir það auðveldara að búa til vefi úr hönnun sem gerð er í Figma hönnunartólinu.

Framer á rætur sínar að rekja til Amsterdam og átti upprunalega að vera í samkeppni við Figma. Árið 2022 tók Framer beygju og er nú eitt mest vaxandi vefumsjónarkerfi heims.

Við höfum unnið í mörgum mismunandi vefumsjónarkerfum og þegar við uppgötvuðum Framer fyrir um 2 árum vorum við fljót að stökka á vagninn. Við völdum Framer vegna þess að það brúar bilið á milli hönnunar og tækni. Ólíkt öðrum vefumsjónarkerfum eins og Prismic eða Sanity þarf engan kóða til að búa til vefi. Fyrir þig sem viðskiptavin þýðir þetta styttri biðtími og kerfi sem er ótrúlega einfalt í notkun þegar þú vilt uppfæra texta eða myndir.

Framer er í sífelldri þróun og ef þú vilt fylgjast með nýjungum getur þú gert það hér: https://www.framer.com/updates.

Ekki bara lógó á síðu

Að verða viðurkenndur „Framer Partner“ er ekki sjálfgefið. Að standast þessar kröfur setur okkur í hóp með fremstu Framer agency í heiminum.

Hvað þýðir þetta fyrir þig?

Fyrir viðskiptavini okkar er þetta fyrst og fremst gæðastimpill. Þegar þú velur Flóru, ertu ekki bara að ráða vefstofu á Íslandi, heldur Framer sérfræðing sem hefur sannað kunnáttu sína á alþjóðavettvangi.

Sem Partner fáum við líka:

  1. Beinan aðgang að Framer teyminu

  2. Við fáum aðgang að nýjum fídusum áður en þeir fara í loftið, sem heldur vefnum þínum alltaf skrefi á undan.

Við erum rétt að byrja

Við Bjarki og Þórdís erum gríðarlega stolt af þessum áfanga. Við þekkjum rekstur af eigin raun og vitum að traust er verðmætasti gjaldmiðillinn. Þessi viðurkenning er mikilvæg staðfesting á þeim gæðum sem við viljum bjóða þér upp á.

Ef þú vilt vinna með viðurkenndum Framer sérfræðingum að næstu vefsíðu, þá er heitt á könnunni hjá okkur. Sendu á okkur póst á hallo@florastudio.is eða hringdu í okkur 547-8001.